Eldri borgarar í Húnaþingi vestra gerðu gott mót

Keppendur Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra. MYND: GUÐMUNDUR HAUKUR SIGURÐSSON
Keppendur Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra. MYND: GUÐMUNDUR HAUKUR SIGURÐSSON

Þrjár sveitir frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra tóku í gær þátt í Vesturlandsmótinu i boccia sem fram fór í Snæfellsbæ. „Í fyrsta skipti náði lið frá okkur í úrslit, vann sinn riðil og endaði í 4. til 6. sæti,“ segir í frétt á Facebook-síðu félagsins. Það voru níu manns sem tóku þátt í mótinu fyrir hönd eldri borgara í Húnaþingi vestra.

Alls tóku 20 sveitir þátt í mótinu en þær komu frá Akranesi, Mosfellsbæ, Borgarnesi, Stykkishólmi, Grundarfirði, Snæfellsbæ og Hvammstanga undir styrkri stjórn Flemmings Jessen. Það var sveit skipuð Ósk Laufeyju, Hildu og Kiddý sem náði í úrslit.

Til hamingju með árangurinn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir