Darren Townes til liðs við Stólana

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá ráðningu á bandarískum leikmanni fyrir komandi tímabil í körfunni. Um er að ræða Darren Townes sem er framherji sem leikið hefur víða í Evrópu og þar á meðal í Finnlandi, Portúgal og Írlandi.

Townes er fæddur 1986 og er 2,02 m á hæð. Hann er þrususterkur alhliða leikmaður sem þjálfari Tindastóls, Pieti Poikola, þekkir vel til.

Þá hefur lið Tindastóls tryggt sér krafta Darrel Flake áfram, sem og Darrel Lewis, og því ljóst að liðið verður ógnarsterkt með þessa reynslubolta innan sinna raða.

Hér er smá sýnishorn af Townes frá því í vetur >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir