Barnamót USAH í frjálsum íþróttum haldið í gær

Myndir teknar af Facebook-síðu USAH
Myndir teknar af Facebook-síðu USAH
Barnamót USAH í frjálsum íþróttum var haldið á Blönduóssvelli í gær, þriðjudaginn 9. júlí, og voru þátttakendur alls 76, þar af voru 45 stúlkur og 31 drengur. Yngstu þátttakendurnir voru fæddir árið 2022 og þeir elstu 2014. Allir fengu verðlaunapening og viðurkenningarskjal þar sem árangur þeirra var skráður en keppt var í langstökki, boltakasti, 60m og 400m hlaupi.
 
Allir stóðu sig gríðarlega vel og að loknu móti voru grillaðar pylsur sem hurfu fljótt ofan í mannskapinn. Góður dagur á vellinum og stjórnin þakkar öllum kærlega fyrir komuna.
 
 
 
 
 
 
   

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir