Áhorfandi í tveggja ára leikvallarbann

Knattspyrnudeildir Kormáks og Hvatar hafa verið sektaðar um samtals 150 þúsund krónur vegna framkomu áhorfenda á leik Kormáks/Hvatar og KB í 4. deild karla í knattspyrnu í D riðli sem fram fór 17. júlí síðastliðinn á Blönduósvelli. Áhorfandinn braut gegn 16. grein reglugerðar Knattspyrnusambands Íslands um aga- og úrskurðarmál, en samkvæmt vefnum Fótbolti.net var hann með kynþáttafordóma í garð annars af aðstoðardómurum leiksins. Þar með var áhorfandinn úrskurðaður í tveggja ára leikvallarbann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir