Áfram Ísland!
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar nú tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM 2025 í þessum landsliðsglugga en liðið þarf þrjú stig til að tryggja sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss í júlí á næsta ári. Fyrri leikurinn er á Laugardalsvelli í dag kl. 16:15 en þá kemur sterkt landslið Þýskalands í heimsókn. Fyrir islenska liðinu fer Glódís Perla Viggósdóttir sem er einnig fyrirliði stórliðs Bayern Munchen í þýsku Búndeslígunni en Glódís er ættuð frá Skagaströnd.
Síðari leikur Íslands er gegn Póllandi ytra á þriðjudag. Íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins með þriggja stiga forystu á Austurríki, en tvö efstu lið riðilsins fara beint í lokakeppnina sem fer fram í Sviss næsta sumar.
Gömlu landsliðskempurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir verða heiðraðar af UEFA fyrir leikinn í dag fyrir að hafa leikið 100 A-landsleiki. Þær verða heiðraðar sérstaklega áður en þjóðsöngvarnir verða leiknir fyrir leikinn og vill KSÍ hvetja vallargesti til að mæta tímanlega og hylla leikmennina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.