1500 km lagðir að baki í Króksbrautarhlaupi
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
19.09.2016
kl. 11.40
Króksbrautarhlaupið fór fram í blíðskaparveðri sl. laugardag en þá hlupu, gengu eða hjóluðu um 70 manns um 1500 kílómetra samanlagt. Skokkhópur Árna Stef., sem heldur utan um viðburðinn, vill koma á framfæri þökkum til fyrirtækja og einstaklingum fyrir þeirra framlag. Sérstakar þakkir fá Suðurleiðir fyrir akstur á hlaupadegi.
Að sögn Árna safnaðist um hálf milljón króna en að þessu sinni var hlaupið tileinkað Hörpu Arnljótsdóttur og Kolbrúnu Evu Pálsdóttur. Sigrún Fossberg, sem heldur úti Fésbókarsíðunni „Sauðárkrókur - Bærinn undir Nöfunum“, var við endamarkið með myndavélina og smellti af í gríð og erg.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.