Vörumst villandi pakkningar
feykir.is
Hr. Hundfúll
14.12.2016
kl. 09.48
Herra Hundfúll varar verðandi jólapakkara við því að fara ekki illa að ráði sínu við innpökkunina. Sumir hafa þann háttinn á að pakka litlum gjöfum (sem stundum er þó risastórar) inn í stóra pakka. Taka þá kannski kassa utan af einhverju öðru og setja litlu gjöfina inn í stóra kassann. Þetta getur verið mislukkað ef stóri kassinn er til dæmis utan af tölvu eða sjónvarpi. Þá er ekki víst að litla gjöfin veki jafn mikla gleði og að var stefnt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.