Síðustu atkvæðin
feykir.is
Hr. Hundfúll
01.07.2012
kl. 13.50
Það kom örugglega mörgum á óvart sem fylgdust með kosningasjónvarpi RÚV að svo virtist sem síðustu atkvæði í hús í talningarmiðstöð Norðvesturkjördæmis í Borgarnesi kæmu úr Skagafirði og Húnavatnssýslum sem teljast nú vera býsna vel í sveit sett miðað við þær vegleysur sem t.d. atkvæðin af Vestfjörðum þurfa að feta. Spurning hvað veldur. Herra Hundfúlum finnst nú ólíklegt að atkvæðin séu send með gömlu póstlestinni og sömuleiðis ólíklegt að atkvæðin séu send austur fyrir leiðina. En að vísu gæti sólarhringsopnun í Staðarskála sett strik í reikninginn...
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.