Orð sem varla nokkur maður skilur
feykir.is
Hr. Hundfúll
11.03.2013
kl. 11.12
Herra Hundfúll heyrði nýlega orð sem hann skildi ekki. Hér er um að ræða orðið fjölíð. Hvað ætli fjölíð sé? Ef Hundfúll spilaði Fimbulfamb gæti hann sagt: Fjölíð er stutt spýta eða fjöl sem gengið hefur af við smíðavinnu. Eða; fjölíð er orð sem notað er um konur sem eru bæði íðilfagrar að utan sem innan. Eða; fjölíð er lyf sem notað er til að styrkja liði og auka þrótt og er selt í töfluformi, takist inn 2 töflur í senn, kvölds og morgna. Eða; fjölíð er orð sem er samnefnari um smíðar, matreiðslu, handavinnu og myndlist í grunnskólum. – Svona orðskrípi á að leggja niður með lögum að mati Herra Hundfúls.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.