Körfubolti þrátt fyrir allt...
Í gærkvöldi fór fram körfuboltaleikur í Síkinu á Króknum. Samfélagið allt harðlæst; fyrirtæki, skólar og stofnanir búin að skella í lás vegna Covid-19 smita í samfélaginu. Fótboltaleikjum frestað, leiksýningum og eiginlega öllu ... nema körfuboltaleiknum. Hann skildi fara fram hvað sem það kostaði. Enda síðasta umferðin í deildinni og úrslitakeppnin að byrja. „Fokk jú gulir“ eins og konan sagði í denn. – „Við erum öll í þessu saman“ hefur verið viðlagið góða síðasta árið. Sumum finnst það vera pínu skrítið að öllu var lokað á landsbyggðinni þegar smitin grasseruðu á höfuðborgarsvæðinu en þjóðfélagið opnað betur þegar smitin eru í Skagafirði. – Það var góður punktur hjá Gulla Skúla í sjónvarpinu í gær að þetta Covid-skot í Skagafirði væri eins og að fá á sig mark í uppbótartíma. Eða kannski að tapa í framlengingu? Herra Hundfúll er á því að við þekkjum hvoru tveggja eftir veturinn og getum harkað af okkur aðeins lengur. Verum skynsöm og pössum upp á hvort annað.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.