Íslenska tuðran farin að þeytast
feykir.is
Hr. Hundfúll
07.05.2012
kl. 10.48
Herra Hundfúll kíkti í íþróttablað Moggans í morgun og skautaði yfir frásagnir af fyrstu leikjunum í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Fyrirsögnin -Keflvíkingar geta skorað mörk- var undarleg í ljósi þess að þeir Suðurnesjamenn skoruðu bara eitt mark í sínum leik. Þá kom það Herra Hundfúlum nokkuð undarlega fyrir sjónir að lesa í inngangi að frétt um leik KR og Stjörnunnar að Stjarnan hafi fengið fljúgandi start á mótinu með því að ná jafntefli gegn KR. - Minnir pínulítið á orð Lárusar Guðmundssonar knattspyrnulýsis sem sagði eitt sinn eftir leik á EM að það væri alltaf viss sigur að sigra Þjóðverja. - Orð að sönnu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.