Gamla Cocoa Puffsið aftur í hillurnar
Herra Hundfúll er búinn að vera fúll lengi og varla getað komið frá sér fúlu orði sökum fýlu. Það er svo sem ýmislegt sem verður fýlunni til fjörs og næringar. Þannig mætti fótboltagengið á Arsenal vera hærra en hann getur þó enn prísað sig sælann að halda ekki með Liverpool. En nú getur Hundfúll tekið einhvern hluta af gleði sinni aftur því eftir nokkurra mánuða reglugerðarrugl virðist ekki hafa verið nokkur almennileg ástæða til að banna innflutning á gómsætu Cocoa Puffsi frá Ameríku og því gamla góða CP-ið á leið í verslanir að nýju. Svo virðist sem Cocoa Puffs-börn á öllum aldri hafa rembst við að skófla ofan í sig bragðvondu Cocoa Puffsi frá Evrópu vegna misskilnings og rembings sem ekki átti sér stoð í raunheimum. - Það eina sem Herra Hundfúll hefur nú áhyggjur af er að gamla Cocoa Puffsið sé komið fram yfir síðasta söludag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.