Forðist eftirlíkingar
Að ógefnu tilefni vill Herra Hundfúll koma því á framfæri að hann (Herra Hundfúll) og Herra Hnetusmjör eru ekki sami maðurinn.
Fleiri fréttir
-
Njarðvíkingar brugðu fæti fyrir lið Tindastóls
Tindastólsmenn splluðu í gær við lið Njarðvíkur í spunkunýju Ljónagryfjunni í næstsíðustu umferðinni í Bónus deildinni þennan veturinn. Umræðan hjá spekingum hefur mestmegnis verið á þá leið að það væri nánast formsatriði fyrir Stólana að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en útileikur í Njarðvík og heimaleikur gegn Val eru ekki beinlínis léttasta leiðin að deildarmeistaratitlinum þegar allt er í járnum. Það fór svo að Njarðvíkingar voru frískari og þá sér í lagi byrjunarlið þeirra sem skoraði öll stig liðsins utan einhverra sex sem SnjólfurStefánsson gerði. Lokatölur voru 101-90.Meira -
Ísmót á Svínavatni
Til stendur að halda Ísmót á Svínavatni laugardaginn 22. mars eða sunnudaginn 23. mars það getur verið áskorun á Íslandi að ákveða dagsetningu fyrir þessa tegund af móti því þetta verður ekki gert nema veður, ís og önnur skilyrði reynast í lagi.Meira -
Stærsta gjöf í sögu Skagfirðingasveitar | Hafdís Einarsdóttir skrifar
Á laugardaginn fáum við í Skagfirðingasveit rausnarlegustu gjöf í sögu björgunarsveitarinnar afhenta. Flestir hér í Skagafirði þekkja væntanlega raunasöguna um það hvernig nýjum og fullkomnum björgunarbáti sem við höfðum keypt og greitt fyrir var að stórum hluta til beinlínis stolið af okkur. Báturinn var því aldrei smíðaður og hátt í tíu milljónir króna sem við höfðum safnað fóru í súginn. Færri vita e.t.v. að FISK Seafood, sem styrkt hafði kaupin með umtalsverðum hætti ákvað að bæta okkur skaðann með því að fjármagna að fullu nýjan og jafnvel enn fullkomnari björgunarbát. Andvirði bátsins, sem hlotið hefur nafnið Aldan, er um 20 milljónir króna og þarf kannski ekki að taka það fram að þessi gjöf er sú langstærsta sem Skagfirðingasveit hefur nokkru sinni veitt viðtöku.Meira -
Ákveðið að selja skrifstofuhúsnæði sveitarfélagsins við Faxatorg
Á fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 12. mars sl. var samþykkt samhljóða að selja skrifstofuhúsnæði í eigu sveitarfélagsins við Faxatorg á Sauðárkróki. Feykir spurði Einar E. Einarsson (B), forseta sveitarstjórnar, út í ástæður þess að Skagafjörður leitast nú við að selja eigninaMeira -
Þriðja mótið í Skagfirsku mótaröðinni framundan
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla 13.03.2025 kl. 15.30 gunnhildur@feykir.isÞriðja mótið í Skagfirsku mótaröðinni verður haldið í Svaðastaðahöllinni 22.mars næstkomandi kl 10:00. Keppt verður í Tölti og skeiði.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.