Af poti í augu og fleiri afsökunum...
Herra Hundfúll undrast oft þær afsakanir sem íþróttafólk kemur með þegar árangurinn stenst ekki væntingar. Íslenskir afreksmenn virðast reyndar vera í toppklassa í þessum fylgifiski sportsins.
Þannig man Hundfúll eftir íslenskum skíðagöngumönnum á Ólympíuleikum á síðustu öld sem völdu rangt smjörkrem á skíðin og komust varla úr sporunum. Í fyrra fór spjótkastari halloka fyrir aðstæðum á Ólympíuleikum í Ríó þar sem hún var hreinlega í alltof góðu formi. Golfdrottningin okkar klikkaði um daginn því hún gleymdi að borða fyrir keppni og fékk sykurfall og nú um helgina fór allt í handaskolum hjá okkar ágæta glímukappa í Glasgow því andstæðingurinn potaði í augun á honum. –
Nú eru þetta sennilega allt góðar og gildar afsakanir íþróttafólks í fremstu röð í heiminum en oft á tíðum hljómar þetta eins og fáránlegt væl. Það má þetta íþróttafólk þó eiga að það hefur komið upp með miklu smartari og skemmtilegri afsakanir en strákarnir og stelpurnar í boltaíþróttunum. Þar er nefnilega allt dómaranum að kenna!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.