Að rúlla Frökkum upp...
Fjögurra rúllu fella Skagfirðingsins Rúnars Más á Kylian Mbappe var uppáhalds móment Herra Hundfúls í vináttuleiknum gegn Frökkum.
Þrátt fyrir mikil læti í kjölfarið við bekk franska landsliðsins þá var þó gott að sjá að þeir félagar virtust sáttir í leikslok nokkrum mínútum síðar.
Lið Íslands stóð sig vonum framar í þessum 2-2 jafnteflisleik gegn vel mönnuðu liði heimsmeistaranna og þá var gaman að sjá að Skagfirðingarnir þrír; Kári Árna, Hólmar Eyjólfs og Rúnar Már Sigurjóns, voru allir í eldlínunni og stóðu sig frábærlega. Þeir áttu allir sín stóru augnablik í leiknum því Hólmar varð fyrri því óláni að gera sjálfsmark (og gat lítið við því gert), Rúnar Már sýndi fornar tæklingalistir á franskri grundu og Hofsósingurinn Kári gerði annað mark Íslands gegn heimsmeisturunum með dásemdar skalla í síðari hálfleik auk þess að vera af mörgum valinn maður leiksins eftir klassíska frammistöðu í hjarta íslensku varnarinnar. Áfram Ísland!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.