4-4-2

Nú eru ýmis tilmæli komin frá yfirvöldum varðandi tilslakanir á takmörkunum á samkomum og skólahaldi sem taka munu gildi 4. maí. 

Skipulagt íþróttastarf sem heimilt verður utandyra er m.a. háð þeim takmörkunum að ekki fleiri einstaklingar en fjórir æfi eða leiki saman. Herra Hundfúll veltir fyrir sér hvort það megi þá reikna með því að 4-4-2 verði vinsælasta leikskipulagið í fótboltanum í sumar. Sömuleiðis veltir Hundfúll fyrir sér, vegna þess að ekki er æskilegt að það séu minna en tveir metrar á milli manna, hvort aðstoðardómarar muni flagga á tveggja metra brot. Jafnvel gult spjald vegna nálgunarbanns? Þetta hlýtur að þurfa að skoða.

Eins gott að það er ekkert VAR á Íslandi!

En það er vandlifað og allur er varinn góður. Þeir sem vilja kynna sér breytingarnar sem taka gildi 4. maí nk. geta smellt hér >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir