Mjög sérstakt er að sjá forystumenn Viðreisnar og aðra frambjóðendur flokksins gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar og segjast vilja minnka báknið á sama tíma og helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefnumál hans taka í raun mið af, er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem telur stjórnsýsluna hér á landi þvert á móti allt of litla til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja inngöngu í sambandið. Þá er ekki beinlínis hægt að segja að áralöng vera Viðreisnar í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur hafi leitt til þess að dregið hafi verið út bákninu þar á bæ. Þvert á móti hefur mikil útþensla átt sér stað.
Nýlega komu fyrstu flug easyJet frá London annars vegar og Manchester hinsvegar beint á Akureyrarflugvöll, flogið verður tvisvar í viku út mars. Þetta skiptir ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu gríðarlegu máli. Skagafjörður hefur alla möguleiki á að vera vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn, hér eru fjölbreyttir útivistarmöguleikar, mikil saga og menning, fjöldi safna og sýninga, og náttúrufegurð allan ársins hring.
Frá árinu 2007 hefur ferðasjóður íþróttafélaga fengið framlag á fjárlögum Alþingis og er ljóst að ferðasjóðurinn þarf að fá verulega hækkun á fjárlögum á næstu árum. Framlag ríkisins í ferðasjóðinn er beinn fjárhagslegur stuðningur við iðkendur í íþróttum og fjölskyldur þeirra og þá sérstaklega íbúa landsbyggðarinnnar sem þurfa að fara um langan veg mörgum sinnum á ári til að taka þátt í keppni í skipulögðu íþróttastarfi. Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands-ÍSÍ sér um úthlutun sjóðsins fyrir hönd ríkisins.
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.