Íslenskir bændur lifa ekki af launum sínum, eru í stöðugum taprekstri og þurfa að vinna tvöfalt jafnvel þrefalt á við annað fólk. Það er mikilvægt að í nýju stuðningskerfi landbúnaðarins fái bændur mannsæmandi laun fyrir að sinna því mikilvæga samfélagshlutverki að framleiða matinn sem við hin þurfum á að halda, yrkja land og huga að umhverfinu. Matvælaframleiðsla er ekki aðeins mikilvæg fyrir heilsu almennings og efnahag, heldur einnig grundvöllur sjálfstæðis okkar sem þjóðar. Við verðum að horfast í augu við þá pólitísku staðreynd að án bænda verður enginn íslenskur landbúnaður.
Reglulega kemur upp umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði. Í ritinu Ræktum Ísland, skýrslu Björns Bjarnasonar og Hlédísar Sveinsdóttur, er efninu gerð verðug skil. Þá hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins ítrekað flutt frumvörp um ýmsar aðgerðir til að auðvelda ættliðaskipti á bújörðum.
Allir landsmenn eiga að hafa öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Góðar samgöngur í okkar dreifbýla landi skipta þar lykilmáli. Margir íbúar Norðvesturkjördæmis þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, yfir heiðar eða undir hættulegum hlíðum, auk þess að búa við takmarkaða vetrarþjónustu sem getur heft för. Fyrsta hjálp getur skipt sköpum. Fyrir fjölskylduvæn samfélög á landsbyggðinni er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu ásamt öruggum samgöngum, traustum fjarskiptum og fjölbreyttum atvinnutækifærum grundvallaratriði.
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.