Það var mikil og góð reynsla að fara í gegnum nýafstaðna kosningabaráttu sem oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Baráttan var snörp en á sama tíma ótrúlega skemmtileg. Fyrir mig persónulega var brekkan brött þar sem flokkurinn hefur ekki áður náð kjöri í kjördæminu. En ætlunarverkið tókst og ég er afar þakklát fyrir stuðninginn og traustið. Það skiptir miklu máli fyrir Viðreisn að eiga nú þingmenn í öllum kjördæmum. Það mun án efa þroska flokkinn og skilninginn á stöðu hvers landshluta fyrir sig. Skilaboð kjósenda voru skýr – fólkið í landinu er að kalla eftir breytingum. Nú er mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að svara því kalli með afgerandi hætti.
Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2025 til 2028 var samþykkt af sveitarstjórn 27. nóvember sl., en með henni er mörkuð stefna um fjárheimildir sviða og stofnana sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára, ásamt getu sveitarfélagsins til framkvæmda, viðhalds og niðurgreiðslu skulda. Með fjárhagsáætluninni var einnig samþykkt áætlun um nýfjárfestingar og viðhaldsverkefni á árinu 2025, en nýfjárfestingar hafa aldrei í sögu sveitarfélagsins verið áætlaðar meiri en á komandi ári, eða í heild framkvæmdir upp á tæpan einn og hálfan milljarð.
Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi viljum nota þetta tækifæri til að koma á framfæri okkar innilegustu þökkum fyrir þann mikla stuðning og hvatningu sem þið hafið sýnt Samfylkingunni í nýafstöðnum kosningum. Ykkar traust er dýrmætt og knýr okkur áfram í baráttunni fyrir betra samfélagi. Samfylkingin bætti verulega við sig í kosningunum og fékk einn þingmann kjörinn í kjördæminu.
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.