Laugardaginn 26. apríl milli kl. 14 og 16 verður opið hús í Oddfellowhúsinu að Víðigrund 5 á Sauðárkróki. Þar verður hægt að skoða húsakynnin og þiggja léttar veitingar ásamt því að hægt verður að kynnast starfi Oddfellowreglunar.
Á fallegu þriðjudagskvöldi var Ærsladraugurinn eftir Noel Coward sýndur í Höfðaborg í uppsetningu Leikfélags Hofsóss undir leikstjórn Barkar Gunnars-sonar. Glaðvært miðasölufólk tók á móti leikhúsgestum og kátt sjoppustarfsfólk seldi ískaldar guðaveigar fyrir sýningu.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!