Ýmislegt að gerast í Delhí

Nú fer að styttast í það að Þuríður Harpa yfirgefi Delhí í bili en ýmislegt virðist vera að gerast hjá henni sem og öðrum sem dvelja þar í stofnfrumumeðferð.

Á bloggi Þuríðar, oskasteinn.com, segir að svo virðist sem öðru hverju komist á sæmilegt samband í hægri fæti því henni tókst að lyfta hnéinu örlítið og rétta svo alveg úr fætinum en erfiðara reynist að draga fótinn aftur að rassi þó þetta mjakist örlítið. Vinstri fóturinn er enn á eftir en jafnvægið á boltanum er með besta móti. –Það virðist sem ég sé loks búin að finna mig aftur eftir síðustu sprautu og sat ég bara býsna auðveldlega á boltanum og átti auðvelt með að lyfta báðum höndum í einu án þess að missa jafnvægið, segir Þuríður.

Sagt er frá manni sem farinn er að hreyfa fót og beygja hné eftir stutta meðferð á sjúkrahúsinu en hefur verið bundinn við hjólastól í 15 ár. Hann hefur notað nokkurskonar rafmagnsskó til að þjálfa vöðvana þ.e. með raförvun og hefur hann lofað Þuríði að útvega henni slíkan búnað komi það í ljós að það henti henni.

Bloggið Hennar Þuríðar má lesa HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir