Yfir 300 manns á Gærunni

Tónlistarhátíðin Gæran fór fram um helgina í gærusal sútunarverksmiðjunnar Loðskinns á Sauðárkróki og var það samdóma álit gesta að tekist hafi svo vel til að strax eigi að skipuleggja Gæruna 2011.

Margir tónlistarmenn bæði þekktir sem minna þekktir spiluðu á föstudags- og laugardagskvöld og voru þeir ánægðir með prúða gesti og alla umgjörð tónleikanna.

Ragnar Pétursson einn af skipuleggjendum tónleikanna var ánægður með tónleikana þó hefði hann viljað sjá fleiri heimamenn. –Það kom mér á óvart að ekki skyldu koma fleiri Skagfirðingar á tónleikana. En kannski var mikið um að vera annarsstaðar, sagði Ragnar. Aðspurður segir hann að stefnan sé að halda tónleika að ári en fundur verði haldinn nú í vikunni þar sem endanleg ákvörðun verði tekin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir