Vortónleikar Rökkurkórsins
feykir.is
Skagafjörður
17.03.2009
kl. 09.16
Rökkurkórinn mun halda vortónleika sína í Árgarði á laugardaginn næsta 21. mars kl. 20:30. Á dagskránni verður söngur kórsins, einsöngur og tónlistaratriði.
Einsöng syngja þau Valborg Hjálmarsdóttir og Guðni Kristjánsson og Strengjasveit Tónlistarskóla Skagafjarðar undir stjórn Kristínar Höllu Bergsdóttur spilar nokkur lög í hléi. Undirleikur er í höndum Thomasar Higgerson og Kristínar Höllu Bergsdóttir sem leikur á fiðlu. Stjórnandi kórsins er Sveinn Sigurbjörnsson.
Boðið verður upp á veislukaffi að hætti Rökkurkórsins og er miðaverð aðeins kr 2500. Frítt fyrir 14 ára og yngri
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.