Vorjafndægur
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
20.03.2009
kl. 14.36
Í dag 20. mars er vorjafndægur og þá skipta ljós og rökkur tímanum jafnt á milli sín þann daginn. Á morgun verður tíminn lengri sem við njótum birtunnar og rík ástæða til að brosa.
Jafndægur á vori ber upp á dagana 19.-21. mars, oftast þann 20. en hlaupárin eru helsti orsakavaldur að því að dagsetningin breytist en annað hefur áhrif líka samkvæmt Almanaki HÍ. Síðast bar vorjafndægur upp á 19. mars árið 1796. Næst mun það gerast árið 2044 og síðast bar vorjafndægur upp á 21. mars árið 2007. Næst mun það gerast árið 2102.
Ljósmyndari Feykis.is tók nokkrar myndir í vorblíðunni á Króknum í dag og fyllti lungu sín af vori.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.