Vorinu frestað
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
30.03.2009
kl. 08.34
Það er óhætt að segja að vorið sem við boðuðum í síðustu viku hafi frestað komu sinni og enn einu sinni þurftu norðlendingar að munda skófluna þegar út kom í morgunsárið. Spáin gerir ráð fyrir norðan 10-15 m/s, en hvassari á annesjum. Snjókoma og frost 3 til 10 stig. Norðaustan 8-15 og él í kvöld og á morgun.
Ekkert skólahald er á Hofsós í dag og kúra börn austan vatna undir sæng.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.