Vorið er komið í Vatnsdalinn
Vorið kom óvenju snemma í Vatnsdalinn þetta árið en á fimmtudag í síðustu viku sáust þar fyrstu álftir vorsins og er það að sögn heimamanna óvenju snemmt. Þá heyrðist í skógarþresti og því óhætt að segja að hinir ljúfu vorboðar séu farnir að minna á sig.
Um helgina fjölgaði heldur í álftahópnum en þar sem Vatnsdalsáin var að ryðja sig var erfitt að greina fuglana á milli íshrönglanna. Mikið fuglalíf er í Vatnsdalnum og segja heimamenn að á vorin séu álftirnar full
margar með tilheyrandi hávaða og slagsmálum en álftir para sig fyrir lífstíð og vilja lítið af öðrum fulgum vita í tilhugalífinu. Eitt og eitt par verpir í dalnum en þó með hæfilegri fjarlægt hvort frá öðru því samkomulagið er eins og áður segir ekki upp á marga fiska.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.