Vor í lofti hjá Lillukórnum
Hinir árlegu vortónleikar Lillukórsins verða að þessu sinni í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 30. apríl n.k. og hefjast klukkan 14. Kórstjóri er Ingibjörg Pálsdóttir og stjórnandi og undirleikari Sigurður Helgi Oddsson.
Efnisskráin er fjölbreytt eins og ævinlega, bæði innlend og erlend lög. Aðgangseyrir kr. 3.000 og vakin er athygli á því að ekki er posi á staðnum. Frítt er fyrir 14 ára og yngri. Veglegar kaffiveitingar að hætti kórsins og eru allir hjartanlega velkomnir. Tónleikarnir eru styrktir af Sóknaráætlun Norðurlands vestra.
Þann 1. maí mun kórinn halda suður á bóginn og syngja ásamt Kirkjukórnum í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn kl. 16:00 þann sama dag.
Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.