Viljayfirlýsing um rannsóknir á Landsmóti hestamanna 2016 sem viðburði
Landsmót hestamanna ehf. og Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hafa staðfest með undirritun viljayfirlýsingar, sameiginlegan vilja til að fram fari rannsóknir á Landsmóti hestamanna 2016 sem heildstæðum viðburði.
Markmið rannsóknanna er m.a. að auka þekkingu á viðburðahaldi og viðburðastjórnun einkum á sviði hestamennsku, auka þekkingu á Landsmóti hestamanna sem viðburði og efla rannsóknir í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum. Meðal þess sem áhugi er á að rannsaka eru efnahagsleg áhrif viðburðarins, væntingar og upplifun gesta, heimamanna og annarra hagsmunaaðila og þáttur sjálfboðaliða á mótinu.
Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, sem sérhæfir sig í viðburðastjórnun og ferðamálafræði sér um skipulag og framkvæmd rannsóknanna í samstarfi við innlenda og erlenda sérfræðinga. Unnið er að fjármögnun verkefnisins en verkefnisstjóri er Ingibjörg Sigurðardóttir lektor.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.