„Vildi gera mynd um þessa duldu fordóma“

Brynhildur Þórarinsdóttir frá Frostastöðum í Skagafirði. Mynd: Hedvig Jahre
Brynhildur Þórarinsdóttir frá Frostastöðum í Skagafirði. Mynd: Hedvig Jahre

Í lokahófi kvikmyndahátíðarinnar Stockfish Film Festival, sem haldin var á dögunum, var tilkynnt um sigurvegara stuttmyndakeppninnar Sprettfiskur 2016. Var það myndin Like it’s up to you, eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, sem er frá Frostastöðum í Skagafirði, eins og Feykir hefur áður greint frá.

Feykir sló á þráðinn til Brynhildar, sem búsett er í Svíþjóð , skömmu eftir að verðlaunin voru kunngjörð. „Þetta kom hrikalega mikið á óvart. Þetta er ógurlega gaman en rosalega praktískt líka. Frábært að fá þessa myndavél,“ segir Brynhildur um verðlaunin sem hún hlaut.

Feykir spjallaði við Brynhildi um kvikmyndanámið, verðlaunin, fordómana og fleira í viðtali sem birtist í 11. tölublaði Feykis sem kom út í síðustu viku.

Tengdar fréttir:

Brynnhildur vann Sprettfiskinn 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir