Viktor Kári vann sjöundu umferð í Vetrarmótaröðinni

Viktor Smári sigurvegari í sjöundu umferð Vetrarmótaraðarinnar. Mynd aðsend.
Viktor Smári sigurvegari í sjöundu umferð Vetrarmótaraðarinnar. Mynd aðsend.

Sjöunda umferð í Vetrarmótaröðinni hjá Pílufélagi Hvammstanga fór fram fimmtudaginn sl. og var spilaður KRIKKET leikur. Í kvöld, þriðjudaginn 12. des., fer svo fram áttunda umferð og verður gaman að sjá hver nær að vinna þá keppni en spilað verður 501 DIDO. 

Staðan á mótinu er ennþá mjög jöfn og situr Viktor Kári í fyrsta sæti en í 2. sæti situr Már Hermannsson og Guðmundur Brynjar í því þriðja. Það verður því gaman að sjá eftir mótið í kvöld hvernig staðan verður fyrir lokamótið. En þá verða tekin sex bestu skorin hjá öllum sem hafa tekið þátt á mótin og spilað verður 501 DIDO sem gefur tvöföld stig. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir