Viggó og Gunnar Björn sæmdir gullmerki SKÍ

Viggó Jónsson og Gunnar Björn Rögnvaldsson, gullmerkishafar Skíðasambands Íslands. Mynd: Sigurður Hauksson.
Viggó Jónsson og Gunnar Björn Rögnvaldsson, gullmerkishafar Skíðasambands Íslands. Mynd: Sigurður Hauksson.

Á skíðaþingi Skíðasambands Íslands, sem fram fór í Reykjavík dagana 18. og 19. nóvember sl. voru þeir Viggó Jónsson og Gunnar Björn Rögnvaldsson sæmdir gullmerki sambandsins fyrir að hafa unnið skíðaíþróttinni ómetanlegt starf um árabil.

Þeir Viggó og Gunnar Björn hafa verið öflugir í uppbyggingu og rekstri skíðasvæðisins í Tindastóli svo elstu menn muna og segir Sigurður Hauksson, staðarhaldari skíðasvæðisins, þá félaga sannarlega vel að þessari heiðursveitingu komnir.

Viggó veitti sínu merki viðtöku á þinginu en Gunnar Björn komst ekki en Sigurður segir að stefnt sé á að haldin verði smá athöfn á skíðasvæðinu við tækifæri til að heiðra þessa heiðursmenn.
Á heimasíðu SKÍ má sjá að gullmerki SKÍ má veita þeim sem hafa starfað að málefnum skíðaíþróttarinnar hjá SKÍ, sérráðum og skíðadeildum aðildarfélaga í 20 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir