„Við þurfum að gæta að jafnvægi á milli ferðaþjónustunnar og selanna“
Á dögunum settust blaðamenn Feykis niður með sérfræðingum Selasetursins en þeir eru nú orðnir fjórir talsins og koma til með að rannsaka seli og umhverfi þeirra á einn eða annan hátt. Okkur lá forvitni á að vita meira um sérfræðingana og rannsóknirnar sem í gangi eru á Selasetrinu þessi misserin.
Deildarstjóri líffræðarannsóknasviðs Selasetursins er hin sænska Sandra M. Granquist, dýraatferlisfræðingur, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Íslands og doktorsnemi. Hún flutti til Íslands fyrir 19 árum síðan til að vinna með hesta en hún þjálfaði þá og annaðist um tíma útflutning á þeim til Svíþjóðar. Sandra tók B.S.- og meistaragráðu í dýraatferlisfræði hjá Háskóla Íslands en hún sérhæfði sig þá í atferli hestanna. Hún hefur stýrt selarannsóknunum á Selasetrinu síðan 2008. Nú stundar hún doktorsnám í Sjávarlíffræði við Stockholm University, en rannsóknir hennar snúast um selavistfræði, m.a. áhrif landsela á laxfiska og áhrif ferðamanna á hegðun sela. Jessica Faustini Aquino hóf störf á Selasetrinu fyrir fimm mánuðum en hún er deildarstjóri Ferðamálarannsóknasviðs Selaseturs Íslands. Þá kennir hún einnig við Háskólann á Hólum. Hún er með doktorsgráðu í samfélagsauð og þróun frá Arizona State University í Bandaríkjunum. Hún er líka með B.S. gráðu í náttúruverndarlíffræði og M.S. gráðu í afþreyingar- og ferðamálafræði. Rannsóknaáhugasvið hennar eru upplifun ferðamennskunnar frá sjónarhóli íbúa og ferðamanna og möguleg áhrif ferðamennsku á samfélagsþróun og varðveislu verndaðra náttúrusvæða.
Fullt viðtal við Söndru og nýju starfsmennina má sjá í nýjasta blaði Feykis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.