VG og Framsókn með úrslit um helgina
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.03.2009
kl. 10.14
Póstkostningu hjá VG er formlega lokið og þar á bæ gera menn ráð fyrir að geta farið að telja atkvæði um helgina. Framsóknarmenn loka sinni kosningu klukkan 18:00 í dag og gera ráð fyrir að fyrstu tölur verð um 10 í kvöld.
Feykir.is mun birta niðurstöður prófkjara þessara framboða um leið og þær birtast.
Fyrirfram má gera ráð fyrir harði baráttu hjá Framsókn. Þá þykir sveitarstjórinn Grímur Atlason hafa verið sterkur á endasprettinum og búast menn fyrirfram við að úrslit hjá VG verði spennandi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.