VG kærir sjálfstæðismenn fyrir siðanefnd SÍA

Vísir.is segir frá því að Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna meintra brota á siðareglum samtakanna. Auglýsingin sem um ræðir birtist meðal annars í Feyki og Sjónhorninu í síðustu viku.

 

Í frétt á Vísi.is segir: -Samkvæmt upplýsingum frá Finni Dellsén, kosningastjóra Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, snýst málið um auglýsingu Sjálfstæðisflokksins þar sem birt var mynd af Steingrími J. Sigfússyni án hans vitneskju. Finnur segir að auglýsingunni hafi svo verið dreift í héraðsblöðum, meðal annars í Feyki á Sauðárkróki. Slíkt er bannað samkvæmt 8. grein siðaregla SÍA. Þar segir að ekki skuli sýna eða minnast á einstaklinga, hvort sem þeir starfa á eigin eða opinberu sviði, nema áður fengin heimild sé fyrir hendi.

/Skagafjörður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir