Vesturósbrú Héraðsvatna 90 ára

Frá vígsluathöfninni 1926/Mynd:Tekin frá FB-síðunni Sauðárkrókur - bærinn undir Nöfunum
Frá vígsluathöfninni 1926/Mynd:Tekin frá FB-síðunni Sauðárkrókur - bærinn undir Nöfunum

Mánudaginn í síðustu viku, þann 11. júlí, voru liðin 90 ár frá því að Vesturósbrú Héraðsvatna var vígð að viðstöddu miklu fjölmenni. Frá þessu segir á Facebooksíðunni Sauðárkrókur – bærinn undir Nöfunum.
 
Þar segir að þar með hafi lokið baráttu sem staðið hafði í hátt á þrjá áratugi. Það voru héraðsbúar sjálfir sem áttu heiðurinn að smíði brúarinnar en án gjafafésins sem þeir söfnuðu til verksins, hefði ríkisvaldið haldið að sér höndum. Í tilefni vígslunnar 1926, flutti prófasturinn Hálfdán Guðjónsson predikun og fluttu þeir Sigurður Sigurðsson, sýslumaður og Páll Zophaníasson skólastjóri á Hólum, ræður. Yfirumsjón á brúarsmíðinni hafði Sigurður Björnsson frá Torfustaðakoti í Vatnsdal.

Áður en brúin var byggð hafði dragferja verið í Vesturósi í samfleytt 33 ár. Samkvæmt Facebooksíðunni flutti ferjan m.a. 3503 menn, 1053 klyfjahesta og 1880 lausa, síðasta árið. Ný brú var tekin til notkunar í desember 1994.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir