Vertu velkomin í Skagafjörðinn Edyta Falenczyk

Mynd: Davíð Már.
Mynd: Davíð Már.
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina pólsku Edyta Falenczyk um að leika með kvennaliðinu í Bónusdeildinni á komandi tímabili. “Edyta hefur reynslu úr efstu deild á Íslandi. Hún er öflugur fjarki sem getur teygt á gólfinu og hún er góð skytta auk þess að vera góður varnarmaður og frákastari. Það er eitthvað sem við þurfum til að vinna leiki” segir Israel Martin.
 
Edyta segist hlakka mikið til að upplifa Norðurlandið en hún hefur spilað eitt tímabil með Grindavík í efstu deild kvenna. “Íslenskur kvennakörfubolti er harður og það er mikil samkeppni, að mínu mati. Mér finnst Martin þjálfari Tindastóls hafa frábærar hugmyndir um hvernig best er að nýta einstaklingsgæði hvers og eins til að búa til vel spilandi lið og ég hlakka til að sýna liðinu og áhorfendum vilja okkar til að berjast og vinna leiki”.
 
Dagur Þór, formaður Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir það ánægjuleg tíðindi að fá Edytu til liðsins, “Við höfum mikinn metnað til að láta finna vel á okkur á fyrsta ári í langan tíma í efstu deild kvenna og Edyta mun án efa nýtast liðinu vel.”
 
Við bjóðum Edytu hjartanlega velkomna norður!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir