Verðandi hestafræðingar í hlutverki smala
Föstudaginn 6. mars fór fram smalapróf meðal 1. árs nemenda hestafræðideildar Hólaskóla.
Nemendur nota í þessu prófi nemendahestinn og er krafist mikillar samvinnu hests og knapa. Þrautirnar eru af ýmsum toga en eiga það sameiginlegt að reyna á grunnstjórnun sem er mikilvægur undirbúningur fyrir áframhaldandi þjálfun. Þættir eins og hraði, stefna og gangtegund þurfa að vera í lagi auk þess sem hestarnir þurfa að vera rólegir, sveigjanlegir og færanlegir. Kom prófið vel út í heildina og má geta þess að einum nemanda tókst að leysa allar 10 þrautirnar án athugasemda.
Í prófinu sem var opið áhorfendum var bannað að klappa en Hólaveifið var notað óspart til að sýna stuðning.
Fleiri myndir má sjá hér
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.