Vélar og Tækni í Bólstaðarhlíð

Mynd:Húnavallaskóli

Innlögn vorverkefnis í 5.-9. bekk í Húnavallaskóla var þriðjudaginn 12. maí.  Þema verkefnisins í ár er „Vélar og Tækni“.

 Farið var í heimsókn að Bólstaðarhlíð þar sem Kolbeinn  bóndi tók á móti hópnum og fræddi krakkana og svaraði ótal spurningum um vörubíla, vélar, vélsleða, dráttarvélar, fjórhjól og önnur tæki og tól. 

 

Nemendum gafst kostur á að skoða ótrúlega fjölbreytt safn af vélum og tækjum og ýmsu öðru sem lýtur að tækni.  Að lokinni skoðunarferð bauð Kolbeinn öllum hópnum heim í bæ þar sem þáðar voru glæsilegar veitingar, pönnukökur, snúðar og vínarbrauð sem voru borin fram með svaladrykkjum og kaffi.  Kunnum við þeim hjónum, Kolbeini Erlendssyni og Sólveigu Friðriksdóttur, bestu þakkir fyrir fróðlega og skemmtilega dagsstund og höfðinglegar móttökur.

 

/Húnavallaskóli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir