Vel heppnaðir Vetrarleikar á enda

Skátarnir leiddu skrúðgönguna við setningu Vetrarleikanna

Vetrarleikar voru haldnir á skíðasvæðinu í Tindastól um helgina og er skemmst frá því að segja að leikarnir tókstu frábærlega. Veðrið lék við þátttakendur sem kunnu vel að meta fjölbreyttar brautir sem búið var að setja upp á skíðasvæðinu.
 
Leikarnir voru settir á föstudagskvöldið en þá gekk fjöldi fólks í skrúðgöngu frá íþróttahúsinu á Sauðárkróki sem leið lá inn á kirkjutorg að lokinni setningu var varðeldur og söngur. Á laugardagskvöl mættu síðan rúmlega 300 manns í reiðhöllina þar sem hestamenn höfðu útbúið þrautabraut og Jogvan og Vignir léku fyrir gesti svo eitthvað sé nefnt. Leikunum lauk síðan í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir