Vegagerðin skerðir úthlutun til styrkvega í Húnaþingi vestra

Húnahornið segir frá því að Vegagerðin hefur úthlutað Húnaþingi vestra tveimur milljónum króna vegna styrkvega í sveitarfélaginu. Um er að ræða 60% lægri fjárhæð en úthlutað var í fyrra og telur Landbúnaðarráð Húnaþings vestra skerðinguna óeðlilega í ljósi umfangs styrkvega í sveitarfélaginu. Fyrir liggur að framlag ríkisins til styrkvega árið 2023 lækkar um 33% frá síðustu úthlutun.

Á fjárhagsáætlun Húnaþings vestra er gert ráð fyrir 1,8 milljón króna framlagi. Samtals eru því 3,8 milljónir veittar til styrkvega í sveitarfélaginu á þessu ári, sem er lækkun um þrjár milljónir frá því í fyrra.

Landbúnaðarráð hefur samþykkt eftirfarandi skiptingu fjármagnsins:

  • Til afréttavega á Víðidalstunguheiði kr. 1.650.000.
  • Til afréttavega í Miðfirði kr. 1.000.000.
  • Til afréttavega í Hrútafirði austur kr. 800.000.
  • Til vegar yfir Brandagilsháls kr. 150.000.
  • Til vegar ofan Helguhvamms upp á Vatnsnesfjall kr. 200.000.

Landbúnaðarráð hefur einnig samþykkir eftirfarandi skiptingu á 3,3 milljónum sem til ráðstöfunar eru árið 2023 til viðhalds heiðagirðinga samkvæmt fjárhagsáætlun Húnaþings vestra:

  • Í Hrútafirði kr. 900.000.
  • Í Miðfirði kr. 1.200.000.
  • Í Víðidal kr. 1.200.000.

Heimild: Húni.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir