Vefmyndavélar settar upp á Skagaströnd
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
07.07.2010
kl. 08.23
Settar hafa verið upp tvær vefmyndavélar á höfninni á Skagaströnd. Önnur myndavélin sýnir vestan hluta hafnarinnar, þ.e. viðlegu- og löndunarkantana Miðgarð og Ásgarð. Frá hinni myndavélinni er útsýni yfir svokallaðan Skúffugarð, þ.e. austurhluta hafnarinnar. Í baksýn er svo hluti bæjarins og Árbakkafjall.
Án efa munu sjómenn og útgerðarmenn nota vefmyndavélarnar mikið. gera má þó ráð fyrir að ferðamenn vilji geta farið inn á vefmyndavélarnar, þó ekki sé til annars en að láta sannfærast um að á Skagaströnd er alltaf sól og örlítill andvari segir á heimasíðu sveitafélagsins.
Nánari leiðbeiningar um hvernig komast má inn á vefmyndavélin má finna hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.