Veðurklúbbur Dalbæjar fundaði þann 3. janúar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
08.01.2025
kl. 10.07
Feykir sá góðan Facebook-póst í gær frá góðum vinum úr veðurklúbbi Dalbæjar á Dalvík en þau funduðu þann 3. janúar 2025 og gleðja vonandi einhverja með spá sinni.
"Á fyrsta fundi ársins hjá veðurklúbbnum voru mættir sjö félagar. Að þessu sinni var fundurinn á föstudegi kl. 14:00 og lauk honum kl 14:18.
Í dag er jörð næst sólu milli kl. 15:00 og 17:00 og þýðir það að miklir straumar verða í sjó og mikið flóð. Seinasta spá ársins 2024 gekk ágætlega eftir með umhleypingasemi. Mikið var um norðanáttir en hann var heldur hægur á okkar svæði. Nýtt tungl kviknaði þann 30. desember kl. 22:27 í norðvestri. Það þýðir að við eigum von á suðaustanáttum, gæti rokkað á milli suðaustan og austanátta og jafnvel snjókoma með því. Jafnframt verður umhleypingasamt áfram."
Telja meðlimir klúbbsins að á meðan hann heldur þessari átt frá Grænlandi halda áfram að koma kaldir straumar til okkar.
Veðurklúbburinn óskar öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir það liðna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.