Vaxandi háskólaþorp í dreifbýlissamfélögum

Frá Hofsósi

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst hefur sent frá sér könnun til íbúa austan Vatna í Sveitarfélaginu Skagafirði og í dreifbýli Borgarbyggðar auk foreldra þeirra barna úr Skorradalshreppi, Eyja- og Miklaholtshreppi sem eru í leik- eða grunnskólum Borgarbyggðar.

 

 

 

Könnunin, sem varðar ýmsa þætti þjónustu sveitarfélaganna skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta og öðrum hluta eru foreldrar leik- og grunnskólabarna spurðir út í ýmis atriði varðandi þjónustu, skólaakstur, tómstundir og vegalengdir í og úr skóla. Í þriðja hluta eru íbúar m.a. spurðir um viðhorf til almennings­samgangna, skólahverfa og búsetu.

 

Áður hefur verið unnið með rýnihópum í báðum sveitarfélögunum.

 

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst sér um framkvæmd og úrvinnslu könnunarinnar, en hún er unnin fyrir Borgarbyggð og Sveitarfélagið Skagafjörð með tilstyrk og að höfðu samráði við Byggðastofnun.

 

Markmið úttektarinnar er að kanna vilja íbúanna til þess hvernig þeir vilja sjá skipulag leik- og grunnskóla, íþrótta- og æskulýðsmála og almenningssamgangna þróast í tengslum við vaxandi háskólaþorp í dreifbýlissamfélögum sveitarfélaganna

 

/Skagafjörður.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir