Vatnsdalshólahlaupin
Það er óhætt að segja að menningarlífið í Húnabyggð hafi verið metnaðarfullt og til mikillar fyrirmyndar fyrir önnur sveitarfélög í sumar og um komandi helgi er hátíð. Vatnsdæluhátíð og meðal þess sem er á dagskrá laugardaginn 17. ágúst er hlaup og rathlaup í einstakri náttúru.
Tvær vegalengdir verða í boði með tímatöku og verður ræst kl.11:00 frá bænum Vatnsdalshólum. Annars vegar er í boði 25 km. Gljúfurárhlaup með heildarhækkun 298m og hins vegar 11 km. Ranhólahlaup með heildarhækkun 107m. Þessi hlaup fást skráð á ITRA svo nú geta hlauparar heldur betur reimað á sig hlaupaskóna og hlaupið í einstakri náttúru.
Rathlaupið hefst líkt og hin kl. 11:00-13:00 og ræst frá bænum Vatnsdalshólum og boðið verður uppá þrjár mismunandi brautir. Fyrir þá sem ekki þekkja rahlaup verður boðið upp á kennslu í rathlaupum föstudaginn 16.ágúst og er frítt fyrir alla en nauðsynlegt að skrá sig.
Skúlahólshlaup verður svo í boði fyrir krakka þá er hlaupið í kringum hólinn Skúlahól en upp hann liggja trétröppur sem gjarnan er kallaður himnastigi.
Skráning í öll hlaupin HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.