Varúð hálka

Lögreglan á Sauðárkróki vill koma því á framfæri að það er flughált um allt hérað og biður vegfarendur um að fara varlega.

Á sama klukkutímanum eftir hádegið í dag barst lögreglunni tilkynningar um útafakstur skammt frá Halldórsstöðum á Langholti, árekstur tveggja bíla á Sauðárkróki og ákeyrslu á ljósastaur í Varmahlíð.

Spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi hláku með tilheyrandi hálku á vegum og gangstéttum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir