Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga á morgun
Veðurstofan hefur smellt gulri veðurviðvörun á Strandi og Norðurland vestra frá miðnætti og fram yfir miðjan dag á morgun. Spáð er norðaustan hvassviðri vestantil á svæðinu og spáin gerir sömuleiðis ráð fyrir vondu veðri á annesjum. Skaglegra veður ætti að verða inn til landsins þar sem reiknað er með að vindur verði um eða undir 10 m/sek og hitinn alla jafna á bilinu 10-15 gráður.
Þar sem vindur nær sér upp er spáð norðaustan 15-20 m/s og snörpum vindhviðum við fjöll. Varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Ágætu sumarveðri er spáð á þriðjudag en síðan þykknar upp og má gera ráð fyrir sólarleysi fram yfir næstu helgi með dvínandi hitatölum. Króksmótið í knattspyrnu fer einmitt fram þá og gerir spái ráð fyrir 6-8 stiga hita, þurru og stilltu. Verra gæti það verið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.