Vantar kynningu á viðburðum
Hvorki Smábæjarleikar né Húnavaka eru kynnt í lista yfir bæjarhátíðir og aðra viðburði talda upp eftir landshlutum í Símaskránni 2010.
Þetta kom fram á 1. Fundi menningar- og fegrunarnefndar Blönduósbæjar sem haldinn var í gær. Voru nefndarmenn sammála um að sárlega vantaði kynningu á ýmsum atburðum/viðburðum á svæðinu.
Þar sem símaskráin var nefnd sérstaklega kom fram á fundinum að ritstjóri símaskrárinnar hafi leitað eftir upplýsingum en ekki fengið hjá Blönduósbæ. Sama hafi verið með aðra ferða- og menningartengda bæklinga sem komið hafa út í vor.
Ný formaður nefndarinnar er Ragnheiður Ólafsdóttir en Erna Björg Jónmundsdóttir er varaformaður og Kristín Guðjónsdóttir ritari.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.