Væri ekki tilvalið að baka í dag?

Það er fátt sem yljar og ilmar eins vel og góður heimabakstur. Feykir.is tók saman nokkrar einfaldar uppskriftir sem tilvalið er að prófa yfir helgina. Gott er að frysta það sem ekki borðast og lauma í nestisboxin í vikunni.

 

Geruppskrift endalausra möguleika
1 kíló hveiti
100 g sykur
200 g brætt smjörlíki
6 dl mjólk (mjólkinni er hellt út í brædda smjörlíkið og allt saman haft ylvolgt. )
2 tappar kardimommudropar
2 bréf þurger

Degið hnoðað vel og síðan gleymt á hlýjum stað í um það bil 40 mín til klukkutíma eða þangað til deigið hefur lyft sér vel. Það eina sem þarna þarf að passa er að hafa ekki opna glugga eða of kalt í herbergi sem baksturinn á sér stað.

Síðan er deigið slegið niður, og mótað úr því bollur, snúðar vínarbrauð, kanillengjur smjörkökur eða horn.

Verði smjörkaka fyrir valinu er tilvalið að setja inn í snúðana blöndu af púðursykri og smjörlíki. Sama blanda er sett undir snúðana ofan á kökuna auk þess sem er gott að setja þar Royal vanilubúðing. Þessi er rosalega góð.

Annað afbrigði af smjörköku er með rabbabarasultu ofan á kökuna og hefðbundinn kanilsykur innan í snúðana.

Krakkar elska að búa til fléttinga úr deiginu og setja síðan súkkulaði glassúr yfir að bakstri loknum.

Séu gerðar bollur verða þær fallegri séu topp þeirra dýft í kalda mjólk þegar þær koma úr ofninum.

Eftir að mótað hefur verið úr deiginu skal láta það hefa sig aftur í 10 mín og baka því næst við 180 gráðu hita þar til fallegur litur er komin á baksturinn. 

 
Döðlukaka
 
1 bolli döðlur
1 bolli valhnetur
1/2 stk 70% súkkulaði
2 egg
1 tsk lyftiduft
3 msk spelthveiti
1 bolli hrásykur
3 msk vatn

 Öllu blandað saman og skellt í form, látið standa í 15 mín og svo bakað við 150 í 40 mín
berið framm með ís
Sjónvarpskaka
 
kakan:
2 stk egg
1 bolli sykur
1 tsk vanilludropar
1 bolli hveiti
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1/2 bolli heit mjólk
1 msk smjörlíki (brætt)

Kremið:
3 msk smjörlíki
5 msk púðursykur
2 msk mjólk
3-4 msk kókosmjöl
 Aðferðin við kökuna: Sykur og egg þeytt vel saman, svo allt þurrefnið sett saman við. Loks mjólk og smjörliki hrært saman við. Fer í eitt hringlaga mót og  bakað á 170-180 á upp og neðan hita.

Kremið: Allt sett saman í pott, suðan látin koma upp. Hellt yfir kökuna þegar hún er bökuð og sett aftur í ofninn. Í svona 5 mínútur. Gott að bera fram með þeyttum rjóma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir