Útikennsla á Húnavöllum

Mynd: Húnavallaskóli

Miðvikudaginn 4. mars var haldið námskeið á Húnavöllum fyrir grunnskólakennara í sýslunum báðum. Námskeiðið var á vegum Fræðsluskrifstofu Austur-Húnavatnssýslu og fjallaði um útikennslu. 


Kennari var Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur og kennari en hann er starfsmaður Náttúrustofu Norðausturlands sem staðsett er  á Húsavík.  Aðalsteinn er sá Íslendingur sem hvað mest hefur kynnt sér útikennslu og hefur sótt fræðslu og námskeið meðal annars til Kanada og Tékklands. 
Námskeiðið hófst með fyrirlestri innandyra og eftir kaffihlé var haldið áfram utandyra þar sem aðal kennslan fór fram.  Námskeiðið þótti mjög vel heppnað og var almenn ánægja með það í kennarahópnum. 
/Húnavallaskóli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir