Útgáfufagnaður bókarinnar Fljót er nóttin dag að deyfa

Sigurður Óskarsson, Sigga í Krossanesi (1905-1995) í Vallhólma í Skagafirði.
Sigurður Óskarsson, Sigga í Krossanesi (1905-1995) í Vallhólma í Skagafirði.

Föstudaginn 9. október verður útgáfu bókarinnar Fljót er nóttin dag að deyfa fagnað í Hótel Varmahlíð. Bókin hefur að geyma úrval lausavísna Sigurðar Óskarssonar, Sigga í Krossanesi (1905-1995) í Vallhólmi í Skagafirði.

Á fagnaðinum, sem hefst kl. 20.30, mun Sigurður Þorsteinsson segja frá tilurð bókarinnar og Agnar Gunnarsson á Miklabæ og fleiri fara með vísur eftir Sigurð. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir - léttar veitingar. Það er bókaforlagið Veröld sem gefur bókina út.

Eftir Sigurð liggur fjöldi vísna en sumar urðu fleygar um land allt. Meðal þeirra er titilvísa bókarinnar: 

Fljót er nóttin dag að deyfa
dimma færist yfir geim.
Undir Blesa skröltir skeifa
skyldi hún ekki tolla heim?

 

/fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir