Úrval ljóða Hákonar Aðalsteinssonar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
10.05.2010
kl. 09.58
Þann 13. júlí næstkomandi kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum úrval úr ljóðum Hákonar heitins Aðalsteinssonar, hagyrðings og skálds frá Vaðbrekku. Hann
hefði þá orðið 75 ára, en hann lést fyrri hluta ársins 2009 eftir hetjulega baráttu við krabbamein.Hákon var og verður ávallt í hópi okkar bestu hagyrðinga. Hann átti ljóð í bókum, blöðum og tímaritum og kom þess utan víða fram í þágukveðskaparins, til dæmis á fjölmörgum hagyrðingamótum. Margar vísur hans urðu fleygar, ekki síst þær sem voru af léttara taginu, en þær voru orðnar fjölmargar áður en yfir lauk.Í áðurnefndri bók, sem bera mun heitið Fjallaþytur, verða öll hans bestu ljóð og hefur nokkur hluti þeirra ekki birst áður á prenti. Í bókinni verðurennfremur svokallaður Minningarlisti (Tabula memorialis) og þar gefst þeim sem vilja heiðra minningu Hákonar kostur á því að láta skrá nafn sitt og gerast um leiðáskrifendur að bókinni. Hún mun kosta kr. 5.680- og geta þeir sem vilja gerast áskrifendur að henni skráð sig í síma 692-8508 (eftir kl. 14 á daginn) og ínetfanginu holar@simnet.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.